Verkefni

Varnargarðar Reykjanesi

Fossvélar hafa komið að varnargarðavinnu sem hefur hjálpað til við að vernda mikilvæga innviði í nágrenni við eldgosin við Sundhnjúkagígja. Strax við upphaf eldgossins var komið á svæðið með Caterpillar D10 jarðýtu og önnur nauðsynleg tæki til að tryggja fjarskipti, þar á meðal plægingarýtu og beltavél.

Frá fyrstu dögum hefur verið unnið að varnargörðum og fjölbreyttum tilfallandi verkefnum með öflugustu vinnuvélum landsins, Caterpillar D11 og D11R.

Þekking og reynsla ásamt kraftmiklum tækjakosti hafa verið mikilvægir þættir í þessu verkefni og þeirri vinnu sem unnin hefur verið í Grindavík og við orkuverið í Svartsengi.

Nýjustu

Verkefni

Fossvélar
Hellismýri 7
800 Selfoss
Iceland
482-1990
Opnunartímar
Ingólfsfjall og skrifstofa
mán. - fös. kl. 8:00-17:00
lokað í hádeginu kl. 12:00-13:00