Fossvélar voru valin til að sjá um fyrsta áfanga Hvammsvirkjunar. Í því felst til að mynda nýbygging aðkomuvegar Hvammsvirkjunar, efnisvinnsla vegna vegagerðar og aðrar framkvæmdir verkkaupa í nágrenni framkvæmdasvæðis. Með aðkomuvegi eru lagðir rafstrengir, hitaveitulagnir, vatnsveitulagnir og ljósleiðararör.