Fossvélar búa yfir ríflega 50 ára reynslu í efnisvinnslu.
Seinustu ár hefur fyrirtækið fjárfest umtalsvert í nýjum stæðum með mikla framleiðslugetu sem allar geta gengið á landrafmagni. Samhliða því hafa vélar sem vinna í kringum stæðurnar verið endurnýjaðar og stærri vélakostir orðið fyrir valinu. Þetta gerir það að verkum að framleiðslugeta Fossvéla er einstök. Nýju stæðurnar hafa komið vel út bæði í stórtækum framkvæmdum í kringum uppbyggingu á landeldi sem og í kringum virkjanaframkvæmdir ásamt fleirum samfélagslega mikilvægum framkvæmdum.