Þjónusta

Þjónusta Fossvéla

Fossvélar eru leiðandi á sínu sviði og bjóða upp á fjölbreytta og öfluga þjónustu í jarðvinnu, efnisvinnslu og tengdum framkvæmdum. Með yfir 50 ára reynslu, framúrskarandi vélakosti og sterku teymi sérfræðinga leggjum við grunninn að mikilvægum innviðum landsins. Við störfum af fagmennsku og ábyrgð, hvort sem það snýr að jarðvinnu, borun og sprengingum, vetrarþjónustu eða sérhæfðum steypulausnum.

Við hjá Fossvélum erum stolt af okkar framlagi til samfélagsins. Verkefni okkar stuðla að auknu öryggi og betri innviðum fyrir alla landsmenn. Við höfum lagt okkar af mörkum við stórframkvæmdir á borð við varnargarða á Reykjanesi, landeldi í Þorlákshöfn og uppbyggingu innviða fyrir Hvammsvirkjun.

Með sterkum grunni í hefð og nýsköpun, metnaði og ábyrgð erum við traustur samstarfsaðili fyrir verkefni sem skipta máli.
Fossvélar
Hellismýri 7
800 Selfoss
Iceland
482-1990
Opnunartímar
Ingólfsfjall og skrifstofa
mán. - fös. kl. 8:00-17:00
lokað í hádeginu kl. 12:00-13:00