Sagan

Við erum stolt af sögu okkar

Fossvélar eru stofnaðar árið 1971 á Selfossi. Alla tíð síðan höfum við tekið þátt í ´öflugri uppbyggingu innviða í samfélaginu okkar.
1971

Fossvélar stofnað

Árið 1971 tóku fjórir ungir menn á Selfossi sig saman og stofnuðu fyrirtæki sem hlaut nafnið Fossvélar. Það voru Baldur Valdimarsson, Guðmundur Jónsson, Hörður V. Árnason og Kári Jónsson.

1973

Heimaeyjargosið

Þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum árið 1973 fóru Fossvélar með jarðýtu og tæki til þess að vinna í kringum við eldsumbrotin. Fossvélar hafa frá 2021 sinnt mikilli vinnu við varnargarða og ýmis konar jarðvinnu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. 

1975

Þórustaðanámuvinnsla hefst

Fossvélar hafa rekið efnissölu úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli frá árinu 1975 og selt efni til vega- og gatnagerðar, í húsgrunna og fleira eftir því sem eftirspurn er fyrir. Þá hafa Fossvélar sinnt farandefnisvinnslu fyrir Vegagerðina, orkufyrirtækin og aðra viðskiptavini.

https://www.mbl.is/myndasafn/mynd/450740/

1975

Sigfús byrjar hjá Fossvélum

Hann Sigfús okkar hefur staðið vaktina í rúm 50 ár og það er engan bilbug á honum að finna. Hvort sem það er í námuvinnslunni eða á hlaupum á undan hrauni að bjarga vélbúnaði þá er alltaf hægt að treysta á Sigfús.

1982

Breytingar í eigendahópi

Árið 1982 breyttist eigendahópurinn. Bræðurnir Guðmundur og Kári ráku Fossvélar saman til ársins 2004 þegar Guðmundur lét af störfum fyrir aldurs sakir. Keypti Kári þá hlut Guðmundar. Ráku hjónin Kári og Guðborg Bjarnadóttir Fossvélar fram til ársins 2021.

2007

Ný Caterpillar D11R

Sigfús Öfjörð, okkar allra besti, sést hér árið 2007 að taka við nýrri Caterpillar D11R

2012

Jón Ingileifsson ehf.

Árið 2012 stofnaði Jón Örn Ingileifsson fyrirtækið Jón Ingileifsson ehf.

2012

Búðarhálsvirkjun

Fossvélar tóku að sér að vinna steypuefni úr árfarvegi Tungnaár og Köldukvíslar fyrir Búðarhálsvirkjun.

2016

Lagning hitaveitu og annarra stofnlagna

Árið 2016 tók Jón Ingileifsson ehf. að sér lagningu hitaveitu og annarra stofnlagna í Kjós. Það var stærsti samningur sem Jón Ingileifsson ehf. hafði fengið á þeim tíma.

2021

Sameining Jóns Ingileifssonar og Fossvéla

Árið 2021 keypti Jón Örn Ingileifsson Fossvélar og í kjölfarið sameinuðust Jón Ingileifsson ehf. og Fossvélar ehf. undir nafni Fossvéla

2021

Ljósleiðarinn

Árið 2021 lagði Jón Örn grunninn að nýjum landshring Ljósleiðarans þegar hann plægði yfir 200 km af ljósleiðara. Þessi stofnlögn sinnir m.a. samböndum fyrir Farice sem tengir Ísland við umheiminn með sæstrengjum.

2022

Þverun Þjórsár

Vorið 2022 unnu Fossvélar að þverun Þjórsár við ósa hennar, þar sem ríflega 2,5 km haf þurfti að fara yfir. Verkefnið fólst í að plægja niður tvo sæstrengi á tveimur dögum, þar sem sjávarföllin höfðu áhrif á vatnshæðina og tímastjórnun skipti sköpum.

2024

Hvammsvirkjun HVM01

Fossvélar voru valin til að sjá um fyrsta áfanga Hvammsvirkjunar. Í því felst til að mynda nýbygging aðkomuvegar Hvammsvirkjunar, efnisvinnsla vegna vegagerðar og aðrar framkvæmdir verkkaupa í nágrenni framkvæmdasvæðis. Með aðkomuvegi eru lagðir rafstrengir, hitaveitulagnir, vatnsveitulagnir og ljósleiðararör.

Um okkur

Við vinnum að sjálfbærni

Við nýtum tækni og sjálfbærar aðferðir í jarðvinnu, þar á meðal:
• Skipulagða efnistöku: Við vinnum jarðefni á skipulegan hátt til að lágmarka áhrif á landslag, gróður og dýralíf.
• Orkusparandi búnað: Við notum sparneytnar vinnuvélar og rafknúnar þegar því verður komið við og drögum úr losun með því að draga úr óþarfa akstri og hámarka nýtingu hráefnis. 
Umhverfisstefna
Fossvélar
Hellismýri 7
800 Selfoss
Iceland
482-1990
Opnunartímar
Ingólfsfjall og skrifstofa
mán. - fös. kl. 8:00-17:00
lokað í hádeginu kl. 12:00-13:00