
Verkið felst í nýbyggingu aðkomuvegar Hvammsvirkjunar, efnisvinnslu vegna vegagerðar og annarra framkvæmda verkkaupa í nágrenni framkvæmdasvæðis. Með aðkomuvegi skal leggja rafstrengi, hitaveitulagnir, vatnsveitulagnir og ljósleiðararör. Einnig er um að ræða gerð vinnubúðaplans undir fyrirhugaðar vinnubúðir og uppsetningu viðeigandi innviða á púðanum. Í verkinu er einnig um að ræða haugsetningu á fyllingarefni og efnisvinnslu á styrktarlagsefni, burðarlagsefni og klæðingarefni fyrir framkvæmd þessa sem og aðrar framkvæmdir á vegum verkkaupa í nágrenni við framkvæmdasvæðið, efnisvinnsla felur í sér sprengingar og forskurð á bergi í fyrirhuguðum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar.